Enski knattspyrnumaðurinn Jamie Vardy skoraði eitt mark og lagði upp annað í frábærri endurkomu Leicester gegn Brighton í ensku úrvalsdeildinni í dag.
Tariq Lamptey kom Brighton yfir í fyrri hálfleik og Yankuba Minteh kom Brighton í 2:0 á 79. mínútu en Vardy minnkaði muninn með marki á 86. mínútu og lagði upp jöfnunarmarkið sem Bobby Reid skoraði á fyrstu mínútu uppbótartímans.
Mörkin og helstu atvik má sjá í myndskeiðinu en mbl.is sýnir efni úr enska fótboltanum í samvinnu við Símann Sport.