mbl | sjónvarp

Cucurella á skautum og Palmer vippaði í vítaspyrnu (myndskeið)

ÍÞRÓTTIR  | 8. desember | 22:33 
Tottenham og Chelsea mættust í frábærum sjö marka leik í Lundúnum í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu í kvöld sem endaði 4:3 fyrir Chelsea eftir magnaða endurkomu.

Tottenham og Chelsea mættust í frábærum sjö marka leik í Lundúnum í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu í kvöld sem endaði 4:3 fyrir Chelsea eftir magnaða endurkomu.

Marc Cucurella, varnarmaður Chelsea, rann tvisvar sinnum í upphafi leiks og Tottenham-menn refsuðu honum í bæði skiptin með marki.

Staðan var 2:0 eftir aðeins 11 mínútur en Jadon Sancho minnkaði muninn í 2:1.

Cole Palmer jafnaði metin í 2:2 með vítaspyrnu og Enzo Fernández skoraði glæsilegt mark sem kom Chelsea yfir í 3:2.

Chelsea fékk aftur vítaspyrnu og Palmer fór aftur á punktinn og skoraði þá með því að vippa boltanum á mitt markið. 

Heung-Min Son skoraði svo þriðja mark Tottenham eftir hornspyrnu.

Mörk­in og helstu at­vik má sjá í mynd­skeiðinu en mbl.is sýn­ir efni úr enska fót­bolt­an­um í sam­vinnu við Sím­ann Sport.

Veiði
Vandaðir fræðsluþættir um fluguköst í umsjón Barkar Smára Kristinssonar. Þættirnir eru gerðir með því hugarfari að gera fluguveiðimönnum á Íslandi kleift að skilja betur út á hvað fluguköst ganga.

Mest skoðað

Loading