mbl | sjónvarp

Skoraði fyrsta markið í mikilvægum sigri (myndskeið)

ÍÞRÓTTIR  | 15. desember | 22:45 
Marc Cucurella skoraði fyrsta markið í sigri Chelsea á Brentford, 2:1, í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu á Stamford Bridge í kvöld.

Marc Cucurella skoraði fyrsta markið í sigri Chelsea á Brentford, 2:1, í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu á Stamford Bridge í kvöld. 

Eftir sigurinn er Chelsea aðeins tveimur stigum á eftir Liverpool, sem á þó leik til góða. 

Cucurella kom Chelsea yfir á 43. mínútu en Nicolas Jackson bætti öðru marki liðsins við. Bryan Mbeumo minnkaði síðan muninn fyrir Brentford undir lok leiks. 

Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport. 

Veiði
Vandaðir fræðsluþættir um fluguköst í umsjón Barkar Smára Kristinssonar. Þættirnir eru gerðir með því hugarfari að gera fluguveiðimönnum á Íslandi kleift að skilja betur út á hvað fluguköst ganga.

Mest skoðað

Loading