Sænski landsliðsmaðurinn Alexander Isak skoraði þrennu í 4:0-sigri Newcastle gegn Ipswich Town í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu í dag.
Það tók Isak aðeins 25 sekúndur til þess að skora en svo skoraði hann aftur á annarri mínútu uppbótartímans í fyrri hálfleik og á 54. mínútu.
Jacob Murphy skoraði einnig fyrir Newcastle, glæsilegt mark á 32. mínútu.
Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.