mbl | sjónvarp

Málin ekki lengur leyst yfir pítsukassa

VIÐSKIPTI  | 19. ágúst | 13:10 
Á rúmum 18 mánuðum hefur starfsmönnum tölvuleikjafyrirtækisins Plain Vanilla fjölgað úr fjórum í tuttugu. Þorsteinn Baldur Friðriksson framkvæmdastjóri segir það skemmtilegt verkefni að stækka svona en því fylgi margar áskoranir. Þannig sé ekki lengur hægt að leysa mál yfir pítsukassa.

Á rúmum 18 mánuðum hefur starfsmönnum tölvuleikjafyrirtækisins Plain Vanilla fjölgað úr fjórum í tuttugu. Þorsteinn Baldur Friðriksson framkvæmdastjóri segir það skemmtilegt verkefni að stækka svona en því fylgi margar áskoranir. Þannig þurfi að halda uppi réttri stemningu og passa upp á móralinn.

Hann segir að áður fyrr hafi verið mögulegt að leysa úr vandamálum með strákunum yfir pítsukassa en í dag séu málin ekki lengur afgreidd á sama hátt. Meðal þess sem reynt sé að gera til að gera vinnuna skemmtilega sé að fara oft út að borða saman, halda þemadaga og fara í allskonar tómstundir eftir vinnutíma.

„Ef þetta er skemmtilegur vinnustaður þá talar fólk um það og þá setur þetta okkur framar í röðinni þegar kemur að því að fá nýtt starfsfólk,“ segir Þorsteinn, en hann segir erfitt að finna vel menntað fólk í tækni- og tölvuleikjaiðnaðinn hér á landi.

 

Viðskipti með Sigurði Má
Blaðamaðurinn Sigurður Már fær til sín fólk úr viðskiptalífinu og ræðir um það sem helst er á baugi hérlendis í því sem tengist viðskiptum, atvinnulífinu og markaðinum.
Loading