mbl | sjónvarp

Eðlilegt að skoða fríverslun við Grænland

VIÐSKIPTI  | 1. september | 16:20 
Ísland gæti verið betur í stakk búið til að þjónusta verkefni á austurströnd Grænlands en fyrirtæki á vesturströndinni. Þetta segir Gunnar Karl Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Skeljungs og MP banka. Hann segir vilja fyrir því meðal Grænlendinga að útvíkka fríverslunarsamninginn við Færeyjar.

Ísland gæti verið betur í stakk búið til að þjónusta verkefni á austurströnd Grænlands en fyrirtæki á vesturströndinni. Þetta segir Gunnar Karl Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Skeljungs og MP banka, sem nú er í stjórn KNI á Grænlandi. Gunnar er gestur í þættinum Viðskipti með Sigurði Má og fer þar yfir möguleika Íslands í samstarfi við Grænlendinga á næstu árum.

Meðal þess sem Gunnar bendir á er að vilji sé fyrir hendi meðal Grænlendinga að skoða útvíkkun á svokölluðu Hoyvíkursamkomulagi, en það er fríverslunarsamningur milli Íslands og Færeyja. Segir hann óeðlilegt að ekki séu fyrir hendi slíkir samningar við land sem sé jafnnáið okkur og skylt og Grænland.

Gunnar segir Grænland vera mjög ríkt af málmum, vatnsafli, olíu og öðrum auðlindum, en vegna stærðar landsins og fárra íbúa muni þurfa að koma til þátttöku annarra ríkja. „Ég held að við gætum verið sá aðili sem stæði næst í slíkum framkvæmdum,“ segir Gunnar.

Viðskipti með Sigurði Má
Blaðamaðurinn Sigurður Már fær til sín fólk úr viðskiptalífinu og ræðir um það sem helst er á baugi hérlendis í því sem tengist viðskiptum, atvinnulífinu og markaðinum.
Loading