mbl | sjónvarp

Stefnir í sjö mögur ár í bílasölu

VIÐSKIPTI  | 5. september | 14:31 
Sala bíla á árinu hefur valdið vonbrigðum og virðist ætla að verða álíka mikil og á síðasta ári. Í samtali Sigurðar Más við Ernu Gísladóttur, forstjóra BL, kemur fram að dráttur virðist ætla að verða á því að sala nái sér á strik á ný. Horfur eru á að aðeins um 5.000 nýir fólksbílar seljist til almennings á þessu ári.

Sala bíla á árinu hefur valdið vonbrigðum og virðist ætla að verða álíka mikil og á síðasta ári. Í samtali Sigurðar Más við Ernu Gísladóttur, forstjóra BL, kemur fram að dráttur virðist ætla að verða á því að sala nái sér á strik á ný. Horfur eru á að aðeins um 5.000 nýir fólksbílar seljist til almennings sem er verulega undir því sem þarf til að tryggja endurnýjun bílaflotans.

Að sögn Ernu eru Íslendingar nú að verða komnir með ein elsta bílaflota Evrópu en meðal aldur bíla á Íslandi er nú 12 til 13 ár. Erna segir að starfsmenn BL hafi orðið áþreifanlega varir við að fólk er að fresta endurnýjun bíla og kemur nú frekar með bílana á verkstæði og ætli sér að þrauka veturinn með gamla bílinn. Að sögn Ernu gerir bílgreinin nú ráð fyrir sjö mögrum árum í stað fimm eins og fyrri spár gerðu ráð fyrir.

Því séu horfur á að ástandið verði svipað í eitt og hálft ár í viðbót. Bílgreinin finnur fyrr fyrir efnahagslægðum en er að sama skapi fyrr að rísa upp úr þeim. Það virðist ætla að frestast.

Viðskipti með Sigurði Má
Blaðamaðurinn Sigurður Már fær til sín fólk úr viðskiptalífinu og ræðir um það sem helst er á baugi hérlendis í því sem tengist viðskiptum, atvinnulífinu og markaðinum.
Loading