mbl | sjónvarp

Frábær tími til að koma með ný fyrirtæki

VIÐSKIPTI  | 12. september | 11:04 
Á tímum ládeyðu í efnahagslífi er fólk oft kröfuharðara, en einnig opið fyrir nýjum hugmyndum í kjölfar þess að annað hefur klikkað. Hugmyndir sem fá brautargengi á þessum tíma ættu því alla jafna að vera mjög góðar og geta borið sig og því er þetta frábær tími til að koma með ný fyrirtæki.

Á tímum ládeyðu í efnahagslífi er fólk oft kröfuharðara, en einnig opið fyrir nýjum hugmyndum í kjölfar þess að annað hefur klikkað. Hugmyndir sem fá brautargengi á þessum tíma ættu því alla jafna að vera mjög góðar og geta borið sig og því er þetta frábær tími til að koma með ný fyrirtæki. Þetta segir Garðar Stefánsson, stofnandi Norður og co ehf., en fyrirtækið hefur unnið að því að búa til salt með umhverfisvænni orku og selja á neytendamarkaði.

Fyrirtækið er staðsett á Reykhólum í Barðastrandasýslu, stutt frá þörungaverksmiðjunni, en Garðar segir að þeir notist við affallsvatn frá verksmiðjunni við saltflögugerðina. Hann segir drauminn vera að framleiða fleiri vörur og bendir á að þegar sé hafin vinna við að búa til fiskisósu sem er unnin úr makríl og saltinu.

Hann segir fyrirtækið ætla að staðsetja sig á markaðinum sem umhverfisvænt íslenskt fyrirtæki sem sé að finna upp og prufa sig áfram með nýjum matvælum. „Við ætlum að taka afstöðu með því að vera á landsbyggðinni og nýta þau tækifæri og náttúruafurðir sem eru þar,“ segir Garðar.

 

Viðskipti með Sigurði Má
Blaðamaðurinn Sigurður Már fær til sín fólk úr viðskiptalífinu og ræðir um það sem helst er á baugi hérlendis í því sem tengist viðskiptum, atvinnulífinu og markaðinum.
Loading