mbl | sjónvarp

Heildartölur og meðaltöl segja ekki allt

VIÐSKIPTI  | 21. september | 13:06 
Þó að meðaltöl og heildartölur útlána líti vel út, þá getur samsetning þeirra verið mun áhættusamari en hún virðist vera í fljótu bragði. Skortur á þessum gögnum og fleirum er meðal ástæðna þess af hverju Seðlabankinn vissi ekki að helmingur allra lána til eignarhaldsfélaga og einn þriðji allra lána til fyrirtækja voru kúlulán.

Þó að meðaltöl og heildartölur útlána líti vel út, þá getur samsetning þeirra verið mun áhættusamari en hún virðist vera í fljótu bragði. Skortur á þessum gögnum og fleirum er meðal ástæðna þess af hverju Seðlabankinn vissi ekki að helmingur allra lána til eignarhaldsfélaga og einn þriðji allra lána til fyrirtækja voru kúlulán. Þetta segir Þorvarður Tjörvi Ólafsson, hagfræðingur hjá Seðlabanka Íslands, en hann telur að enn vanti mikið upp á að bankinn hafi fullnægjandi gögn í dag.

„Það sem við höfum lært, við og fullt af öðrum þjóðum í kringum okkur, er að heildartölur og meðaltöl hafa þá tilhneigingu til að fela ýmsa áhættu sem getur verið að byggjast upp í fjármálakerfinu og því þurfum við að geta sagt miklu meira um samsetningu og dreifingu eigna og skulda, tekna og gjalda til að geta metið þá áhættu sem er til staðar og brugðist við henni,“ segir Þorvarður. 

Hann bendir á að Seðlabankann skorti t.d. enn í dag greinargóð gögn um stöðu fyrirtækja eftir endurskipulagningu og hvort þau séu vel stödd til að fara í fjárfestingar á næstunni.

Viðskipti með Sigurði Má
Blaðamaðurinn Sigurður Már fær til sín fólk úr viðskiptalífinu og ræðir um það sem helst er á baugi hérlendis í því sem tengist viðskiptum, atvinnulífinu og markaðinum.
Loading