mbl | sjónvarp

Meðvitundina þarf að næra og virkja

SMARTLAND  | 17. júlí | 17:48 
„Þá erum við komin á leiðarenda í ferðalagi okkar til lífsorkunnar,“ segir Þorbjörg Hafsteinsdóttir í lokaþætti þessarar þáttaraðar um 9 leiðir til lífsorku.

„Þá erum við komin á leiðarenda í ferðalagi okkar til lífsorkunnar,“ segir Þorbjörg Hafsteinsdóttir í lokaþætti þessarar þáttaraðar um 9 leiðir til lífsorku. Þorbjörg hefur þegar fjallað um jafnvægi, orku, vakningu, hreyfingu, kjark, samhljóm, ástríðu og skýrleika. Nú fjallar hún um meðvitundina.

Þorbjörg segir að næra og virkja þurfi meðvitundina. Meðvitundin sé kórónan á allt verkið en hér má sjá fyrri þætti hennar.

Kannaðu meðvitund þína
Ertu með sjálfri/sjálfum þér, framkvæmir þú í meðvitund eða óvitund? Þekkirðu tilfinningar þínar; veistu hvað þér finnst og hvernig þér líður í raun og veru? Taktu prófið og kannaðu málið.
1. Hefurðu tilhneigingu til að samsama þig neikvæðum persónueinkennum?
2. Túlkarðu gerðir annarra oft neikvætt?
3. Gerirðu þér hugmyndir um sjálfa/n þig sem veikja þig, rugla og skelfa?
4. Ertu oft andlega fjarverandi í því sem þú ert að gera?
5. Er rödd í höfði þér sem tjáir sig um gerðir þínar?
6. Ertu oft á undan sjálfri/sjálfum þér og upptekin/n af framtíðinni?
7. Finnst þér þú oft eltast við eitthvað eða vera á flótta undan einhverju?
8. Heldurðu fast í gömul viðmið þótt þú finnir að meðvitund þín vilji leiða þig aðra leið?
9. Ertu kvíðin/n og óörugg/ur við tilhugsunina um breytingar á lífsstíl þínum?


Hafir þú svarað tveimur af þessum níu spurningum játandi þarftu að vinna með meðvitund þína.

Þorbjörg Hafsteins
Í þessum þáttum fer Þorbjörg Hafsteinsdóttir yfir 9 leiðir til lífsorku
Loading