Geimfarar lendi ekki á tunglinu fyrr en 2026

Frá geimskoti Artemis 1.
Frá geimskoti Artemis 1. AFP/Jim Watson

Banda­ríska geim­ferðastofn­un­in (NASA) hyggst fresta áætl­un sinni um að senda mannað geim­far á tunglið frá ár­inu 2025 til árs­ins 2026 vegna tækni­legra örðug­leika.

NASA til­kynnti Artem­is-áætl­un­ina árið 2017. Hún er nefnd eft­ir grísku gyðjunni og syst­ur Apollo, en það var ein­mitt með Apollo-áætl­un­inni sem menn gengu fyrst á tungl­inu.

Með Artem­is-áætl­un­inni á að afla frek­ari upp­lýs­inga um tunglið og þá er áætl­un­in hugsuð sem ákveðinn und­ir­bún­ing­ur fyr­ir mannaðar ferðir til Mars.

Næsta ferð í sept­em­ber 2025

Fyrsta geim­ferðin, Artem­is 1, átti sér stað árið 2022 eft­ir að hafa verið frestað nokkr­um sinn­um. 

Artem­is 2 hef­ur verið frestað þar til í sept­em­ber árið 2025 en í þeirri ferð fer áhöfn út í geim en mun þó ekki lenda á tungl­inu. 

Í geim­ferðinni Artem­is 3 er gert ráð fyr­ir að fyrsta kon­an og fyrsta mann­eskj­an sem er ekki hvít á hör­und lendi á suður­póli tungls­ins. Sú geim­ferð á að eiga sér stað í sept­em­ber árið 2026. 

Geimfararnir Reid Wiseman og Victor Glover, Christina Koch, Jeremy Hansen …
Geim­far­arn­ir Reid Wisem­an og Victor Glover, Christ­ina Koch, Jeremy Han­sen eiga að lenda með Artem­is 3 á tungl­inu árið 2026. AFP/​Brend­an Smialowski

„Öryggi er í for­gangi hjá okk­ur, og að gefa teymun­um sem vinna að Artem­is meira tíma til þess að leysa áskor­an­ir,“ sagði Bill Nel­son, for­stjóri NASA, í dag.

NASA ætl­ar einnig að byggja geim­stöð á tungl­inu, Gateway, til þess að auðvelda geim­ferðum að lenda á tungl­inu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert