Styttist í mannað geimfar á tunglinu

Nasa fékk háar fjárhæðir til verkefnisins.
Nasa fékk háar fjárhæðir til verkefnisins. AFP

Nasa mun í næsta mánuði skýra frá því hverjir verða valdir til flugs umhverfis tunglið á næsta ári. Geimferðin er liður í áætlun Nasa um að lenda mönnuðu geimfari á tunglinu árið 2025.

Geimfarið hefur fengið heitið Artemis 2 en um 12 mánuðum síðar mun Artemis 3 lenda mönnuðu geimfari á tunglinu ef áætlanir standast.

Nasa tilkynnti um að ný tegund geimbúninga verði kynnt í næsta mánuði en Nasa fékk hvorki meira né minna en 27 milljarða bandaríkjadala til verkefnanna.

Nokkur umræða hefur verið um það hverjir verði valdir til geimferðarinnar á næsta ári og á það hefur verið bent að hingað til hafi einungis hvítir karlmenn farið í tunglleiðangra. Fjórir verða valdir til lendingar á tunglinu.

Einungis 12 manns hafa stigið fæti á tunglið til þessa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert