Katka Svargrova frá Tékklandi er leiðsögumaður í Laxá í Kjós og hún notar allt aðra tækni við laxveiði en flestir Íslendingar, þegar dregur úr töku með hefðbundnum aðferðum. Hún notar mjög smáar púpur og hennar tækni er ótrúlega veiðin. Sporðaköst fóru með henni í Bugðu í Laxá í Kjós í gær og það verður að segjast eins og er að þessi tækni er mögnuð. Laxar, sjóbirtingar og urriðar féllu allir fyrir þessu sama.
Við erfið skilyrði sem margar ár glíma við þegar komið er fram á hásumar, er þetta eitthvað til að setja í reynslubankann og allir verða að prófa.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |