Moggi og Veiðihornið með kastnámskeið

Nú gefst tækifæri til að læra að kasta eða fínpússa …
Nú gefst tækifæri til að læra að kasta eða fínpússa tæknina með flugustönginni. Tuttugu pláss eru í boði og þrír kennarar sjá um kennsluna. Ljósmynd/ES

Boðið verður upp á flugukastnámskeið í Hádegismóum og við Rauðavatn þann 15. maí næstkomandi. Það eru tuttugu pláss í boði og þrír kennarar munu leiðbeina þátttakendum. Allir eru kennararnir vottaðir F.F.I. kastkennarar. Um 1.400 slíkir kennarar eru í heiminum í dag og þar af eru þrír á Íslandi. Þeir verða allir að leiðbeina á námskeiðinu.

Meðlimir Moggaklúbbsins geta skráð sig á námskeiðið með því að senda tölvupóst á netfangið marialilja@mbl.is og tryggt sér þátttöku. Verð er hófstillt eða 9.900 kr á mann. Byrjað verður í húsnæði Morgunblaðsins og þar boðið upp á léttar veitingar og kynningu á veiðibúnaði frá Veiðihorninu í Síðumúla. Ólafur og María, eigendur verslunarinnar verða á staðnum og fara yfir undirstöðuatriði.

Því næst tekur Börkur Smári Kristinsson F.F.I. kennari við og fer yfir glærur fleira til að sýna hvernig flugu er kastað. Að þessu loknu verður farið niður að Rauðavatni og þar fá þátttakendur verklega kennslu og leiðbeiningar. Gott getur verið að koma með sínar græjur ef menn vilja læra betur á þær, en annars verður búnaður til staðar fyrir þátttakendur og sérlega hagstæð tilboð á veiðibúnaði.

Rétt er að vekja athygli á heimasíðu Barkar og félaga því að þar má nálgast mikinn fróðleik um fluguköst. www.flugukast.is

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert