Villimenn í Leirvogsá - myndband

Veiðifélagsskapurinn Villimenn mun verða í samstarfi við Sporðaköst hér á mbl.is í sumar. Munu Villimenn frumsýna nokkur af myndböndum sínum hér. Þetta er fyrsta myndbandið sem þeir hafa unnið í vor og þetta er úr ferð þeirra í sjóbirting í Leirvogsá.

Villimennirnir eru þrír. Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson, Guðni Hrafn Pétursson Olsen og Óskar Bjarnason. Þrátt fyrir að kalla sig þessu nafni eru drengirnir alls engir villimenn heldur dagfarsprúðir en með króníska veiðidellu.

Þetta fyrsta myndband sem fer nú loftið sýnir skemmtilega veiði við virkilega erfiðar aðstæður, eins og oft vill vera á vorin. Þeir Elías Pétur og Guðni Hrafn eru klárir. Einnig er áhugavert að fylgjast með þeim félögum og ævintýrum þeirra á Snappinu, Instagram eða Facebook undir heitinu Villimenn.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert