Frábær morgun í Urriðafossi

Frá Urriðafossi í morgun eftir að fyrsta laxinum hafði verið …
Frá Urriðafossi í morgun eftir að fyrsta laxinum hafði verið landað. IO veiðileyfi

Góð veiði var á fyrstu vakt í morgun á Urriðafosssvæðinu í Þjórsá, en á fyrstu tveimur klukkutímunum var búið að setja í tíu laxa en aðeins búið að landa einum.

Menn byrjuðu að veiða með flugu og settu í marga laxa sem misstust. Þegar byrjað var svo að beita maðki þegar leið á morguninn gekk betur að halda laxinum.

Að sögn Hörpu Hlínar Þórðardóttur var 12 löxum landað á fyrstu vaktinni á stangirnar fjórar og ljóst að mikið af laxi er þegar komið á svæðið. Allt var þetta fallegur tveggja ára lax og virðist koma vel haldinn úr hafi.

Eftir hádegið hélt veislan áfram og var búið að bæta átta við um klukkan 20:00.

Þverá og Norðurá í Borgarfirði opna svo á þriðjudaginn og Blanda í kjölfarið daginn eftir.

Við Urriðafoss í morgun.
Við Urriðafoss í morgun. IO veiðileyfi
Frá Urriðafossi í morgun.
Frá Urriðafossi í morgun. IO Veiðileyfi
Frá Urriðafossi í morgun.
Frá Urriðafossi í morgun. IO veiðileyfi
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert