Stórlax vígir teljarann í Langadalsá

Teljarinn við Langadalsá við Ísafjarðardjúp.
Teljarinn við Langadalsá við Ísafjarðardjúp. Kristín Margrét

Á undanförnum vikum hefur verið unnið hörðum höndum að því að byggja stæði fyrir teljara neðst í gljúfrunum í Langadalsá við Ísafjarðardjúp. Lauk því verki fyrir nokkrum dögum og synti fyrsti laxinn þar í gegn í nótt.

Teljarinn er nútímalegur með myndavél og lengdarmæli og er nú orðinn virkur. Lét fyrsti laxinn sýna sig í teljaranum síðastliðna nótt og var það tröllslegur 103 cm hængur sem gekk í gegn klukkan 03:56. Hægt er að sjá myndskeið af stórlaxinum hér.

Það er íslenska fyrirtækið Vaki sem framleiðir þennan teljara í Langdalsánni en þeir kallast Riverwatcher og hafa verið setti niður víða um heim. Hægt er að fylgjast með laxagöngum inn á RiverWatcher þar sem myndskeið eru tekin af hverjum laxi sem gengur í gegnum þessa teljara.

Veiði hefst í Langadalsá næstkomandi mánudag.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert