Tökur standa nú yfir á nýrri Sporðakastaseríu. Hún er með talsvert öðru sniði en fyrri seríur. Í öllum þáttunum er fylgst með erlendum veiðimönnum og sögð saga þeirra. Hér getur að líta myndskeið úr upptökum á fyrstu tveimur þáttunum. Í fyrri hluta myndskeiðsins fylgjum við breska veiðigoðinu Charles Jardine og syni hans Alex við bleikjuveiðar á Möðrudal. Síðari hlutinn sýnir hinn geðþekka breska leikara Robson Green við veiðar á Íslandi. Þetta eru fyrstu myndskeiðin sem birtast opinberlega úr þessari þáttagerð. Það er að koma helgi og þetta ætti að koma einhverjum í veiðigírinn. Fleiri myndbrot munu birtast síðar í sumar.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |