Leirvogsá aftur til SVFR

Brúarhylur í Leirvogsá er einn gjöfulasti staðurinn í ánni. Eftir …
Brúarhylur í Leirvogsá er einn gjöfulasti staðurinn í ánni. Eftir þriggja ára aðskilnað er Leirvogsá aftur komin til SVFR. Morgunblaðið/Einar Falur

Sporðaköst greindu frá því fyrr í þessum mánuði að Lax-á ehf., fyrirtæki Árna Baldurssonar, hefði sagt sig frá samningi um leigu á Leirvogsá. Þar með var áin á lausu en hafði, áður en Lax-á tók hana á leigu, verið undir hatti Stangaveiðifélags Reykjavíkur. Í sömu frétt var greint frá því að líklegast væri að SVFR tæki ána aftur á leigu. Það er nú frágengið og greindi Stangaveiðifélagið frá þessu á heimasíðunni í dag. Þar segir:

„Leirvogsá er komin aftur til Stangaveiðifélags Reykjavíkur en gengið var frá undirritun samnings þess efnis nú á dögunum. Það má með sanni segja að þetta eru gleðifréttir fyrir félagsmenn og velunnara árinnar. Verið er að skoða veiðifyrirkomulag fyrir næsta sumar og verður það auglýst nánar síðar,“ segir í frétt SVFR.

Ástæðan fyrir því að Lax-á lét ána frá sér áður en samningur var útrunninn, var að sögn Árna Baldurssonar að lítið hefði verið af bæði fiski og vatni í ánni þau þrjú ár sem hún var í sölu hjá Lax-á.

Nú er Leirvogsá sem sagt aftur komin til SVFR. 

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert