Mývatnssveitin opnaði í morgun

Árni Friðleifsson hampar 65 sentimetra urriða sem tók í brúarholunni …
Árni Friðleifsson hampar 65 sentimetra urriða sem tók í brúarholunni við Geldingaey. Hér er gleðin við völd. Ljósmynd/Aðsend

Veiði hófst í Laxá í Mývatnssveit í morgun. Það voru spenntir veiðimenn sem fóru út klukkan átta. Árni Friðleifsson lögregluþjónn og veiðimaður átti veiðisvæðið Geldingaey ásamt félaga sínum Jóhanni Jóni Ísleifssyni. Þeir byrjuðu við brúna yfir í Geldingaey og settu þar strax í fyrstu fiskana. Þeir lönduðu fimm góðum urriðum á frekar skömmum tíma.

Árni var kampakátur þegar Sporðaköst heyrðu í honum á vaktinni. „Það eru frábær skilyrði. Hlýtt og smá vindur. Við höfum ekki orðið varir við flugu enn. Það er mikill snjór í fjöllum og gróður er varla farinn að taka við sér,“ Árni var nýbúinn að landa 65 sentimetra urriða sem tók í holunni við brúna. Hann tók púpuna Beyki, sem hönnuð var af Gylfa Kristjánssyni fluguhnýtara og hönnuði. Flestir tóku fiskarnir púpur en einn kom þó á Sunray. Það leiddist Árna ekki.

Það eru átök að landa urriða af þessari stærðargráðu.
Það eru átök að landa urriða af þessari stærðargráðu. Ljósmynd/Aðsend

„Það er alveg áberandi hvað fiskurinn er vel haldinn. Mjög flottur og þykkur, þetta var fyrsti fiskurinn í morgun og hann var svaðalega flottur.“

Opnunin í Mývatnssveit er sjö vaktir og ljúka þeir veiðum á hádegi á mánudag. Árni hafði ekki heyrt af félögum sínum á öðrum svæðum en við fáum fréttir af þeim síðar í dag.

Stefndi í hörku vakt hjá þeim Árna og Jóhanni. Áttu eftir að veiða Vikin og ætluðu að enda í Brunnhellishrófinu. 

Uppfært:

Veisla í veðri og veiði

Eftir fyrri vaktina báru menn saman bækur sínar og auðvitað voru aflabrögð misjöfn. Mikil veisla var á Geirastöðum, en þeir sem veiddu þar lönduðu 25 urriðum. Árni Friðleifsson og Jóhann félagi hans lönduðu 10 í Geldingaey og stöngin á móti þeim fimmtán. Frábær veiði á fyrstu vakt á þeim svæðum sem Sporðaköst hafa heyrt frá. Veðrið hefur leikið við veiðimenn sem opna Mývatnssveitina.Hiti í lofti og aðeins vindur. Allt eins og best verður á kosið.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert