Fossá í Þjórsárdal dottin í gang

Ríkarður Hjálmarsson með fallega hrygnu af Breiðunni fyrir neðan Hjálparfoss …
Ríkarður Hjálmarsson með fallega hrygnu af Breiðunni fyrir neðan Hjálparfoss í Fossá í Þjórsárdal. Ljósmynd/Aðsend

Fossá í Þjórsárdal er skemmtileg síðsumarsá sem rennur í Þjórsá. Tvær stangir eru í ánni og voru fyrstu laxarnir að veiðast í henni í vikunni. Ríkarður Hjálmarsson fór í könnunarleiðangur og bar hann árangur. 

Þetta umhverfi er stórkostlegt og líkir Ríkarður því við að …
Þetta umhverfi er stórkostlegt og líkir Ríkarður því við að veiða í himnaríki. Ljósmynd/Aðsend

„Það voru einhverjir laxar komnir á land, en Fossá er best í september. Það er engu líkt að veiða í Fossá og að setja í laxa í Hjálparfossi er draumi líkast. Þetta er svolítið eins og að veiða í himnaríki. Ef það er rétt hjá mér kvíði ég ekki búsetu minni í sumarlandinu,“ hló Ríkarður Hjálmarsson í samtali við Sporðaköst.

Hjálparfoss í allri sinni dýrð.
Hjálparfoss í allri sinni dýrð. Ljósmynd/Aðsend

Þeir félagar voru með báðar stangirnar og settu í sjö laxa, bæði í fossi og á breiðunni fyrir neðan. Lönduðu fimm en misstu tvo. Fiskurinn var upp í 76 sentímetra.

Eftir því sem líður á september bætist í fjöldann og ekki er óalgengt að vænir laxar veiðist í Fossá þegar líður á september. 

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert