Með Ásgeiri Ingólfs niður Elliðaárnar

Fimmta og síðasta myndin í seríunni Laxveiðiár sem Bergvík framleiddi er um Elliðaárnar. Myndin var tekin upp árið 1996 eða átta árum eftir að þær fyrstu fjórar voru gefnar út. Hér er stjórnandi og leiðsögumaður Ásgeir Ingólfsson en hann var án efa einn fróðasti maður um þessa borgarprýði á sínum tíma. Í myndinni er ánni fylgt frá efsta stað, Höfuðhyl og niður til sjávar. Í byrjun er fylgst með þáverandi borgarstjóra Davíð Oddssyni á opnunardegi.

Árið 1988 gerð fyrirtækið Bergvík fjóra þætti um laxveiðiár á Íslandi. Fyrir valinu urðu Miðfjarðará, Laxá í Dölum, Laxá í Kjós og Vatnsdalsá. Átta árum síðar bættist svo fimmta áin í safnið og var þá myndað í Elliðaánum. Nú eru allar þessar myndir aðgengilegar hjá á mbl.is

Margir af eldri veiðimönnum ólust upp við þetta sem eina efnið sem í boði var um laxveiðiár. Þættirnir voru gefnir út á VHS myndböndunum sem var miðill þess tíma.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert