Fyrsti lax úr Elliðaánum kom á þurrflugu

Hafþór Bjarni Bjarnason með laxinn úr Ármótum. Miðað við lit …
Hafþór Bjarni Bjarnason með laxinn úr Ármótum. Miðað við lit þá er hann búinn að vera í ánni í nokkurn tíma. Hafþór Bjarni tók það sérstaklega fram að þetta væri ekki hoplax. Ljósmynd/Aðsend

Hafþór Bjarni Bjarnason og félagar fóru til silungsveiða í Elliðaánum í dag og fengu óvæntan happadrátt. Þeir voru að kasta þurrflugu fyrir urriða og skyndilega tekur góður fiskur fluguna. Það síðasta sem þeir áttu von á var lax.

Þeir höfðu landað einum urriða í Höfuðhyl, sem er efsti veiðistaður í Elliðaánum. Þeir færðu sig nokkru neðar, eða í Ármót. „Við lönduðum þremur urriðum í Ármótum og fengum svo sextíu sentímetra lax. Þetta var ekki hoplax, en greinilega búinn að vera í ánni í einhvern tíma því hann var ekki silfurbjartur eins og maður á von á um þetta leyti,“ sagði kátur og ofurlítið hissa veiðimaður í samtali við Sporðaköst í kvöld, eftir að veiði lauk.

Síðustu ár hefur Reykvíkingur ársins fengið þann heiður að kasta fyrstur í Elliðaárnar. Nú er spurning hvort Hafþór Bjarni hefur ekki með þessu krækt í þann titil. Elliðaársérfræðingar sem Sporðaköst leituðu til í kvöld eru sammála um að þetta sé mjög sérstakt en kvitta upp á að þetta sé fyrsti laxinn. 

Hafþór Bjarni Bjarnason er sonur fyrrverandi formanns SVFR, Bjarna Júlíussonar.

Árnar verða opnaðar formlega fyrir laxveiði á aðalsvæðinu hinn 20. júní.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert