Hnúðlaxatíminn runninn upp

Charles Pearson með hnúðlaxinn úr Bíldsfelli í morgun. Gleðin er …
Charles Pearson með hnúðlaxinn úr Bíldsfelli í morgun. Gleðin er lágstemd en það hýrnaði yfir honum nokkru síðar þegar hann setti í og landaði smálaxi. Ljósmynd/RMS

Meira er farið að bera á hnúðlaxinum í veiðiám. Í morgun veiddist hnúðlaxahrygna í Norðurá í Borgarfirði. Veiðimaður sem sendi Sporðaköstum mynd af fiskinum var ekki ýkja hrifinn. Á nánast sama augnabliki lönduðu veiðimenn hnúðlaxi í Soginu fyrir landi Bíldsfells og var það hængur.

Áður hafði frést af hnúðlaxi úr Vatnsdalsá og sást til torfu af þessum nýbúa. Einnig fréttist af einum fiski í lítilli á fyrir austan.

Því hefur verið spáð að mikið gangi af hnúðlaxi í sumar og eru það ekki bara Íslendingar sem hafa áhyggjur af þessari þróun. Þannig birti breska ríkisútvarpið, BBC, frétt í morgun um að von væri á miklu magni af hnúðlaxi í breskar og skoskar ár í sumar og greindi frá því að hann væri þegar farinn að veiðast í Skotlandi.

Hnúðlaxinn úr Norðurá í morgun. Sporðurinn er þakinn doppum.
Hnúðlaxinn úr Norðurá í morgun. Sporðurinn er þakinn doppum. Ljósmynd/GG

Hafrannsóknastofnun hefur hvatt veiðimenn til að greina frá veiði á hnúðlaxi svo hægt sé að fylgjast með þróun mála. Eins og sést greinilega á myndinni af hnúðlaxinum í Norðurá er hann með doppur á sporðinum og er þannig auðgreindur frá öðrum tegundum, svo sem bleikju.

Árið 2017 veiddust nokkrir tugir hnúðlaxa í íslenskum ám. Mikil aukning varð svo árið 2019 þegar á þriðja hundrað slíkir voru skráðir. Hafrannsóknastofnun telur verulegar líkur á að þetta sumar verði enn stærra þegar kemur að hnúðlaxi. Lífsferill hans er tvö ár og staðfest hefur verið hrygning í nokkrum íslenskum ám og að sama skapi er mikið af flökkufiski sem kemur frá Rússlandi og Noregi á ferðinni og getur leitað upp í íslenskar ár í sumar.

Við hvetjum veiðimenn til að láta okkur vita ef þeir veiða slíka fiska.

Þessi hnúðlax veiddist í dag í Eystri-Rangá. Þá er staðfest …
Þessi hnúðlax veiddist í dag í Eystri-Rangá. Þá er staðfest að þeir eru mættir í Sogið, Norðurá, Eystri-Rangá og Vatnsdalinn. Líkast til er þetta rétt að byrja. Ljósmynd/Aðsend

Uppfært klukkan 16:55

Áfram berast fréttir af hnúðlöxum í afla veiðimanna. Sá þriðji sem við fáum mynd af í dag, veiddist í Eystri-Rangá og allt eru þetta fiskar veiddir í dag og er því greinilegt að hann er að mæta í íslensku árnar í bland við hefðbundna laxinn.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert