Nýr leigutaki tekur við Stóru-Laxá

Árni Baldursson tekst á við stórlax í Stóru-Laxá. Hann hverfur …
Árni Baldursson tekst á við stórlax í Stóru-Laxá. Hann hverfur á braut sem leigutaki, eftir þetta sumar. Ljósmynd/Lax-á
Nýr leigutaki tekur við Stóru-Laxá í Hreppum, eftir þetta sumar. Það er óstofnað félag sem Finnur B. Harðarson veitir forystu, sem stefnt er að samningum við. Að sama skapi á að ráðast í uppbyggingu á tveimur nýjum veiðihúsum og bæta aðstöðu fyrir veiðimenn. Fréttatilkynning frá Stóru-Laxárdeild Veiðifélags Árnesinga fylgir hér að neðan. 
Vefritið Vötn og veiði greindi fyrst frá þessu í gær, en orðrómur um breytingar í leigumálum hefur lengi verið til staðar.
Lax-á ehf. hefur verið með Stóru-Laxá á leigu frá árinu 2010 og er borið lof á það samstarf í fréttatilkynningunni. Það félag eiga og reka veiðihjónin Árni Baldursson og Valgerður Baldursdóttir.
Erlendur veiðimaður með stórlax úr Kálfhagahyl úr Stóru-Laxá. Hún geymir …
Erlendur veiðimaður með stórlax úr Kálfhagahyl úr Stóru-Laxá. Hún geymir á hverju ári nokkra slíka stórlaxa og er mögnuð september veiði í henni alla jafna. Ljósmynd/Lax-á

Fréttatilkynning frá Stóru-Laxárdeild VÁ

Miklar breytingar eru fyrirhugaðar í Stóru-Laxá í Hreppum næstu árin. Landeigendur við Stóru-Laxá samþykktu á framhaldsaðalfundi sínum þann 5. ágúst 2021 að semja við nýjan leigutaka og fara í verulega uppbyggingu á tveim nýjum veiðihúsum og bættri aðstöðu á allan hátt fyrir veiðimenn.
Þann 1. janúar 2022 mun því nýr leigutaki taka við Stóru-Laxá en það er óstofnað félag undir forystu Finns B. Harðarsonar í Ásbrekku, landeigandi að Stóru-Laxá. Félagið tekur við sölu veiðileyfa og annast uppbyggingu á nýjum veiðihúsum ásamt bættri aðstöðu.
Frá árinu 2011 til og með 2021 hefur Lax-á ehf. verið með ána á leigu. Árni Baldursson og Valgerður Baldursdóttir eigendur Lax-á ehf. hafa staðið sig með mikilli prýði og gert margt gott fyrir svæðið eins og t.d. að byggja upp gamla veiðihúsið við Hrunakrók, sinnt viðhaldi á veiðihúsum, verndað laxinn og aukið veiði með veiða og sleppa aðferðinni. Þau náðu mjög góðum árangri árið 2020 með veiðistaðakynningum þegar útlitið var svart út af Covid19 og eiga þau hrós skilið fyrir það. Árni hefur einnig verið fremstur í flokki við að koma á netauppkaupum í Hvítá/Ölfusá. Kveðjum við þau sátt í haust og óskum þeim velfarnaðar áfram í sínum störfum með kærum þökkum fyrir samstarfið.
Stjórn Stóru-Laxárdeildar VÁ.
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert