Vargurinn gerði hörkuveiði í Skagafirði

Þeir félagar gerðu hörkuveiði í Skagafirði. Mest var þetta heiðagæs.
Þeir félagar gerðu hörkuveiði í Skagafirði. Mest var þetta heiðagæs. Ljósmynd/SR

Snorri Rafnsson, eða Vargurinn eins og hann kallar sig, gerði hörkugæsaveiði í Skagafirði nýlega. Snorri og félagi hans Elvar Örn Birgisson skutu 84 gæsir á einum morgni. Hundurinn Jarfi var þeim til aðstoðar og sótti fallna fugla.

„Þetta var mjög skipulögð veiði hjá okkur félögunum. Byrgið var gott og við náðum að fela okkur vel. Við vorum búnir að skoða þetta vel daginn áður og það var hluti af því að gefa okkur þessa góðu veiði,“ sagði Vargurinn í samtali við Sporðaköst eftir vel heppnaða veiðiferð í Skagafjörð.

Snorri segir að það hafi verið nokkuð sérstakt að um áttatíu prósent af aflanum hafi verið heiðagæs. „Þær komu ákveðnar inn á stykkið og við vorum að nýta þá hópa mjög vel. Grágæsin var miklu styggari og okkur gekk ekki jafn vel með hana, enda var nánast logn.“

Jarfi sáttur eftir hörkumorgun.
Jarfi sáttur eftir hörkumorgun. Ljósmynd/SR

Snorri Vargur segir að þeir félagar hafi verið með bæði góð skot og vopn og báðir eru þeir félagar virkilega vanar skyttur.

Snorri Rafnsson er mjög virkur á samfélagsmiðlum og sýnir þar reglulega frá sinni veiði. Hægt er að fylgjast með honum á Snapchat undir merkjunum thewestviking á Instagram.com. Snorri deilir miklu veiðiefni og er skylduáskrift fyrir veiðimenn.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert