Fjórtán ára með þann stærsta í Vatnsdal

Sturlaugur Hrafn með stórlaxinn. Sturri var að vonum alsæll og …
Sturlaugur Hrafn með stórlaxinn. Sturri var að vonum alsæll og hans stærsti lax á ævinni. Þessi ungi veiðimaður er fjórtán ára og laxinn er sá stærsti úr Vatnsdalsá í sumar. Ljósmynd/Sturri Hrafn

Sturlaugur Hrafn Ólafsson landaði stærsta laxi sumarsins til þessa í Vatnsdalsá í fyrrakvöld. Hann var staddur á silungasvæðinu og voru þeir félagarnir að ljúka seinni vaktinni þegar var að nálgast miðnætti. Ástæðan fyrir veiði svo seint að kvöldi er sú staðreynd að veiðimenn mega haga veiðitíma eftir flóðatöflu og veiddu þeir frá klukkan 18 til miðnættis á seinni vaktinni.

Á tólfta tímanum tók stór fiskur hjá Sturlaugi, eða Sturra eins og hann er jafnan kallaður, í veiðistaðnum Ferjuhyl. Flugan sem fiskurinn stóri tók, er ekki hefðbundin og fylgir mynd af henni með fréttinni. Viðureignin stóð í góðar níutíu mínútur. “Já. Ég var sko með átta punda taum og tíu feta fjarka,” svaraði Sturri þegar blaðamaður sagði “Vá, níutíu mínútur.”

Eyjólfur Flóki, Sturri og Baldur Sigurðsson tóku allir þátt í …
Eyjólfur Flóki, Sturri og Baldur Sigurðsson tóku allir þátt í ævintýrinu. Þessi mynd var tekin í veiðihúsinu eftir að veiði lauk í gærkvöldi. Ljósmynd/Sturri Hrafn

Þetta er fjórði laxinn sem Sturri veiðir á ævinni og kannski eins og gefur að skilja sá langstærsti sem hann hefur fengið. Sturri er með afskaplega mikla veiðidellu og á framtíðina fyrir sér á þessu sviði enda bara fjórtán ára gamall. Pabbi hans er útvarpsmaðurinn góðkunni Ólafur Páll Gunnarsson sem stjórnað hefur Popplandi lengur en elstu menn muna.

Sturri segir að pabbi sinn sé ekki öflugur í veiðinni. “Hann veiðir svona einu sinni eða tvisvar á ári og þá helst með spún. “Hann er betri í tónlistinni.” Við hlæjum allir.

Þetta er flugan. Dentist leach. Væntanlega skírskotun í blóðsugu í …
Þetta er flugan. Dentist leach. Væntanlega skírskotun í blóðsugu í Dentist litunum. Ljósmynd/Sturri Hrafn

Þeir vönduðu mælinguna á laxinum. „Ég var á núllinu öðru megin og Baldur las af hinu megin,“ segir Sturri og Baldur Sigurðsson staðfestir þetta. „Hann var nær því að vera 103 en við skráðum hann 102,“ upplýsti Baldur. 

Flugan sem hann tók er engin smásmíði og segir Sturri að hún kallist Dentist leach.

Veiðin hefur að öðru leiti verið þokkaleg hjá þeim félögum, þrátt fyrir hvassviðri. Það var helst að hægði seint á kvöldin og þá voru þeir að gera bestu veiðina.

Sporðaköst óska Sturra innilega til hamingju með þennan fallega fisk.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert