Yfir 300 eldislaxar veiddir. Hvað svo?

Norskir kafarar hafa náð góðum árangri við að hreinsa eldislax …
Norskir kafarar hafa náð góðum árangri við að hreinsa eldislax úr íslenskum laxveiðiám. þeir eru farnir og margir spyrja hvert framhaldið verður. Um þrjú þúsund eldislaxar eru taldir líklegir til að ganga í árnar á næstunni. Morgunblaðið/Eggert Skúlason

Norsku kafararnir sem snorkluðu fjölmargar ár í síðustu viku náðu tugum eldislaxa úr laxveiðiám með skutlum sínum. Þeir eru farnir af landi brott og algerlega óvíst hvort þeir koma aftur. Reynsla þessara kafara er að eldislaxar eru að ganga í ferskvatn á öðrum tíma en villti laxinn. Þeir geta verið að mæta fram að áramótum.

311 eldislaxar eru staðfestir eða mjög líklegir. Og þessir laxar hafa ekki bara verið að veiðast í ám á Vestfjörðum sem segja má að séu ekki laxveiðiár. Þessir fiskar hafa verið að veiðast í nokkrum af okkar þekktustu ám.

Þeir sem komið hafa nálægt því að leita leiða við fjarlægja eldislaxinn hafa bent á að rekköfunin virðist vera árangursríkasta leiðin. 

Að draga net á hylji er ekki góður kostur á þessum tíma að mati margra viðmælenda Sporðakasta. Það hefur í för með sér að villtir laxar sem eru að undirbúa hrygningu lenda í netunum og truflar þannig hrygninguna og kemur miklu róti á fiskinn sem búinn er að para sig.

Norskir kafarar með eldislaxa sem þeir veiddu í Hrútafjarðará í …
Norskir kafarar með eldislaxa sem þeir veiddu í Hrútafjarðará í byrjun mánaðarins. Þetta er úr einum veiðistað. Ljósmynd/Hjörleifur Hannesson

Fiskistofa heimilaði að stangveiði yrði leyfð fram í nóvember til að reyna að veiða eldislaxa í ánum. Það hefur sýnt sig að eldislaxinn er ekki tökuglaður. Þá var einnig heimilað að loka laxastigum til að sporna við dreifingu laxanna. Víða hefur það verið gert. Þó er sú kvöð sett á að fyglst sé með þessum aðgerðum. Það gera menn ekki í sjálfboðavinnu eins og bent hefur verið á.

Hér að neðan má sjá lista yfir þau veiðisvæði þar sem eldislaxar hafa veiðst. Ýmist með skutlum, á stöng, með sterkum ljósum og háf eða í net.

Veiðisvæði                   Fjöldi eldislaxa

Blanda                              53

Hrútafjarðará                    46

Miðfjarðará                       30

Fífustaðadalsá                   21

Hvolsá/Staðarhólsá            19

Vatnsdalsá                        17

Laxá í Refasveit                 17

Ísafjarðará                        16

Laxá í Dölum                     14

Sunndalsá                         10

Húseyjarkvísl                      7

Langadalsá                         6

Ósá                                    5

Vatnsdalsá/Vatnsf.               5

Staðará                              5

Víðidalsá                             3

Laugardalsá                        3

Móra                                  3

Búðardalsá                          3

Fnjóská                               3

Eyjafjarðará                        3

Tjarnará                             3

Örlygshöfn                          2

Hópið                                 2

Haukadalsá                         2

Fljótaá                                2

Hjaltadalsá                          2

Selá í Skjaldfannardal          2

Mjólká                                2

Hvítá í Borgarfirði                1

Álftá á Mýrum                     1

Hítará                                1

Hvannadalsá                       1

Dynjandisá                          1

Svartá                                 1

Selárdalsá                           1

Kálfá                                   1* Ekki frá Arctic Fish

Geirlandsá                           1

Þetta er staðan í dag þegar landeigendur, leigutakar, veiðifólk og unnendur íslenskrar náttúru stefna á Austurvöll til að mótmæla sjókvíaeldi.

Skyggni þarf að vera gott til að kafararnir nái árangri. …
Skyggni þarf að vera gott til að kafararnir nái árangri. Nú þegar kólnar verða árnar vatnsminni og aðstæður góðar til að ná eldislöxunum. Ljósmynd/Eggert Skúlason

Framhaldið er óljóst. Innan við tíu prósent af löxunum sem sluppu úr kví Arctic Fish í nágrenni Patreksfjarðar hafa náðst. Rúmlega níutíu prósent þeirra er ýmist á leið í ár eða þegar komnir þangað. Það eru ríflega þrjú þúsund laxar.

Sporðaköst hafa heimildir fyrir því að viðræður við kafarateymið norska sem var hér á ferð í síðustu viku, munu fara fram eftir helgi. Þar gefa kafararnir skýrslu sína til Fiskistofu og væntanlega munu ákvarðanir verða teknar í framhaldinu.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert