Umhverfisvæn skot bæði á rjúpu og gæs

Bioammo skotin eru bæði með blý- og stálhögglum. Skothylkið sjálft …
Bioammo skotin eru bæði með blý- og stálhögglum. Skothylkið sjálft eyðist upp í náttúrunni á tveimur árum. Skotveiðimenn taka að öllu jöfnu upp skot eftir sig en stundum verða einhver hylki eftir og þá er gott að vita til þess að þau eyðast. Ljósmynd/Silli kokkur

Það er sótt að skotveiði víða í heiminum. Reglur um veiðar eru sífellt hertar, bæði út frá
umhverfissjónarmiðum og einnig almenningsáliti. Sem dæmi má nefna að í Danmörku hefur
blý verið bannað í haglaskotum. Allt bendir til þess að blý verði bannað í allri Evrópu á næstu
árum. Við þessari þróun þarf svar og víða er verið að hanna umhverfisvæn skot. Þar hefur
fyrirtækið Bioammo á Spáni tekið afgerandi forystu.

Fram til þessa hefur Bioammo framleitt skot með 34 og 36 gramma hleðslu sem geta nýst til
rjúpnaveiða og á önd. Nú hefur fyrirtækið þróað og hafið framleiðslu á skotum fyrir gæs og
er það stór og mikilvægur áfangi, þar sem gæsaskot eru langstærsti hluti markaðarins fyrir
skot á Íslandi. Við hvetjum veiðimenn til að prófa þessi skot og um
leið að axla þá ábyrgð sem við getum í betri umgengni við náttúruna.
Skothylki og forhlöð í venjulegum haglaskotum eru úr plasti. Í stað plasts eru skothylki og
forhlöð Bioammo skotanna framleidd úr efnum, unnum úr jurtaríkinu sem brotna niður í
náttúrunni á tveimur til þremur árum. Niðurbrotið er hreint og lyktarlaust þar sem
skothylkin og forhlöð eyðast fyrir tilstuðlan náttúrulegra örvera, sveppa og þörunga og
breytast í hreinan, lífrænan úrgang.

Ekkert plast er í sjálfu skothylkinu og eyðist það upp …
Ekkert plast er í sjálfu skothylkinu og eyðist það upp á tveimur til þremur árum. Skothylkið er búið til úr efnum úr jurtaríkinu. Ljósmynd/Veiðihornið



Hefðbundin haglaskot, framleidd úr plasti brotna niður á um 450 árum.
Virkir veiðikortshafar á Íslandi eru á milli fimmtán og tuttugu þúsund. Gefum okkur að hver
veiðimaður skjóti 200 æfinga- og veiðiskotum árlega. Þá eru skilin eftir þrjár til fjórar
milljónir forhlaða og talsvert magn skothylkja í íslenskri náttúru á hverju ári.
Sporðaköst hafa rætt við marga skotveiðimenn um ný og umhverfisvæn skot sem blasir við
að menn verði að taka upp fyrr en síðar. Almennt viðhorf er að menn eru hikandi en þó til í
að prófa. Áki Ármann Jónsson, formaður SKOTVÍS segir þessa þróun skref í rétta átt. Hann er
handviss um að umhverfisvæn skot eru eitt af lykil­atriðum til að skotveiðar verði stundaðar
áfram.

„Ég hef kynnst þessum skotum og átt samtöl við forsvarmenn Bioammo. Snilldin er að þessi
skot leysast upp á tveimur árum. Helsta vandamálið hjá Bioammo er að anna eftirspurn, því
hún er gríðarleg. Ég hef prófað að skjóta þessum skotum og hika ekki við að nota þau við
veiðar,“ sagði Áki.

Þessi grein birtist áður í blaðinu Veiði XII sem Veiðihornið gefur út. Þetta er tólfta árið sem Veiðihornið gefur út blaðið og er það eitt veglegasta veiðiblað sem kemur út á Íslandi. Blaðið kom út í byrjun júní.

Veiðihornið er samstarfsaðili Sporðakasta.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert