Fela skartgripi og skilaboð í eggjunum

Hafliði Ragnarsson ásamt eggjunum sínum.
Hafliði Ragnarsson ásamt eggjunum sínum. Haraldur Jónasson/Hari

Súkkulaðimeistarinn Hafliði Ragnarsson hefur um árabil framleitt sín eigin egg sem njóta mikilla vinsælda. Eggin eru til í fjórum gerðum og stærðum og þykja ákaflega vönduð og bragðgóð. 

Hafliði segir að hann fái reglulega beiðnir frá rómantískum einstaklingum sem vilji nýta páskana til að koma frá sér merkilegum skilaboðum á borð við bónorð. Eins séu persónuleg skilaboð vinsæl, sérmerkingar og annað í þeim dúr. Aðrar tegundir af skartgripum séu líka vinsælar á borð við úr og einu sinni hafi hann sett iPhone inn í eggið sem hann viðurkennir að hafi verið töluverð handavinna. 

Um fjórar gerðir er að ræða í ár en þær eru: 

  • 70% dökkt súkkulaði – sérvaldar baunir frá Perú.

  • 32% Dulcey blond-súkkulaði, flauelsmjúkt með karamellukeim.

  • 38% Belgískt gæða mjólkursúkkulaði.

  • 30% hvítt gæðasúkkulaði.

Hvert ár velur hann sérstaklega eina tegund af súkkulaði en í ár er það frá Perú og er bæði lífrænt vottað, BIO, og Fairtrade. „Dökka súkkulaðið í páskaeggjunum í ár er alveg sérstakt og unnið úr fyrsta flokks kakóbaunum frá Perú í Suður-Ameríku. Súkkulaðið er 70%, silkimjúkt með smá sýru og ávaxtakeim,“ segir Hafliði, spurður um súkkulaðið. 

Páskaeggin koma í fjórum stærðum – allt frá 70 grömmum upp í 500 og einnig er hægt að kaupa súkkulaðiíkorna og súkkulaðibangsa.

Páskaeggin úr hvíta súkkulaðinu eru einungis framleidd eftir pöntunum en hægt verður að leggja inn pantanir allt til 26. mars. 

Hvítu súkkulaðieggin þarf að sérpanta.
Hvítu súkkulaðieggin þarf að sérpanta. Haraldur Jónasson/Hari
Hafliði segir að hann leiki sér mikið með liti og …
Hafliði segir að hann leiki sér mikið með liti og áferðir og engin tvö egg eru eins. Haraldur Jónasson/Hari
Mikil vinna fer í eggin sem eru mikil meistarasmíði.
Mikil vinna fer í eggin sem eru mikil meistarasmíði. Haraldur Jónasson/Hari
Súkkulaðibangsarnir eru vinsælir hjá yngstu kynslóðinni.
Súkkulaðibangsarnir eru vinsælir hjá yngstu kynslóðinni. Haraldur Jónasson/Hari
Eggin koma í glæsilegum umbúðum.
Eggin koma í glæsilegum umbúðum. Haraldur Jónasson/Hari
Hafliði Ragnarsson súkkulaðimeistari og páskaeggin hans
Hafliði Ragnarsson súkkulaðimeistari og páskaeggin hans Haraldur Jónasson/Hari
Konfekt sem lítur út eins og kakóbaunir. Þessir molar verða …
Konfekt sem lítur út eins og kakóbaunir. Þessir molar verða notaðir í skreytingar. Haraldur Jónasson/Hari
Meistari Hafliði með kakóbaunaegg sem hann er að leika sér …
Meistari Hafliði með kakóbaunaegg sem hann er að leika sér við að búa til. Haraldur Jónasson/Hari
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert