Hér getur að líta hina klassísku berlínarbollu sem á alltaf vel við á bolludaginn. Ef það á að flippa eitthvað aðeins þá er þetta það sem kallast skothelt flipp. Þessi uppskrift kemur úr smiðju Maríu Gomez á Paz.is.
Berlínarbolla
- Einn pakki af Toro Hveteboller-dufti, bakað eftir íslenskum leiðbeiningum á pakka
- 1 pakki vanillu Royal-búðingur
- Hindberjasulta
- 2,5 dl nýmjólk
- 2,5 dl rjómi
- Flórsykur
Aðferð:
- Bakið bollurnar eftir leiðbeiningum.
- Gerið svo vanillubúðing með 1 pakka búðing, 2,5 dl rjóma og 2,5 dl nýmjólk.
- Setjið svo hindberjasultu á botninn og vanillubúðing ofan á.
- Lokið bollunni og stráið flórsykri yfir með sigti.