Matvörurnar sem eiga ekki heima í ísskáp

Það er vert að fara aðeins yfir hvað þolir að …
Það er vert að fara aðeins yfir hvað þolir að vera í kæli og hvað ekki. mbl.is/Colourbox

Allar þessar reglur varðandi mat og geymsluþol – og alltaf lærum við eitthvað nýtt. En það eru ótrúlegustu matvæli sem eiga alls ekki heima í ísskáp.

Hunang á að vera mjúkt og slétt, en það kristallast ef það fer í kæli og verður hart og ómögulegt í notkun. Það vill enginn hvítan og harðan bita af hunangi.

Kaffi þolir ekki rakann vel því það getur misst bragðið og því ekki ráðlagt að setja kaffið inn í ísskáp, heldur geyma það í lofttæmdu íláti á þurrum stað.

Áður en þú skerð niður lauk, skaltu geyma hann á eldhúsbekknum. Þegar laukur fer í kæli verður hann oft mjúkur og þar fyrir utan styttist líftíminn hans. Aftur á móti skaltu geyma laukinn alltaf inn í ísskáp ef þú hefur skorið í hann og þá í poka og í grænmetisskúffunni.

Ólífuolía á ekki heima í kæli þar sem hún getur tapað bragðinu. En olían vill vera geymd á dökkum stað og það er ein af ástæðunum af hverju flöskurnar eru oftast dökkar á litinn.

Það er mikill misskilningur að kryddjurtir geymist best inn í ísskáp – því þar safna þær bara í sig raka. Skerðu frekar neðst á stilkinum á jurtunum og settu í ílát með smá vatni á botninum. 

Þú heldur eflaust að tómatsósa þurfi ekki að vera í kæli af sömu ástæðu og tómatar, sem við  höfum svo oft talað um að geymist best á eldhúsbekknum. En ástæðan fyrir því að tómatsósa þarf ekki að vera í kæli er sú að hún er full af ediki sem heldur henni ferskri sama hvað.

Önnur matvæli sem við skulum forðast að setja í kæli eru kartöflur, avókadó, brauð, hot-sósur, bananar, hvítlaukur, hnetur, ferskjur og svona heldur listinn áfram. En þegar upp er staðið, þá gerum við okkar besta og töpum ekki gleðinni þó að við förum ekki eftir öllum reglunum í bókinni.

mbl.is/Colourbox
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert