Neitaði 92 ára konu um áfengi

92 ára konu var neitað um áfengi þar sem hún …
92 ára konu var neitað um áfengi þar sem hún var ekki með fullgild skilríki. mbl.is/Colourbox

Það er grínlaust haldið fast í reglurnar þegar kemur að sölu áfengis. Kona nokkur í Bretlandi lenti í því nú á dögunum að vera neitað um áfengi, 92 ára gamalli.

Carl Jonston, barnabarn Louise Wilkinson, pantaði flösku af Harveys Bristol Cream Sherry og Jigsaw púsl á Amazon og lét senda heim til ömmu sinnar í Bretlandi. Þegar sendillinn birtist heima hjá Louise afhenti hann henni púslið en vildi síðan fá að sjá skilríki sem myndi staðfesta að hún væri nógu gömul til að drekka áfengi. Hún tjáði manninum að hún ætti hvorki vegabréf né ökuskírteini, en hún staðfesti að hún væri orðin vel yfir 18 ára aldurinn sem til þarf. En það dugði ekki til og sendillinn tók flöskuna með sér til baka.

Daginn eftir kom sendillinn aftur og þá var Louise tilbúin með strætókortið sitt  sem inniheldur mynd. En það var heldur ekki nægilega gott þar sem strætókort teljast ekki fullgild skilríki samkvæmt reglum Amazon.

Carl Jonston tjáði sig um málið við fréttablaðið The Sun sem reyndi að hafa uppi á talsmanni Amazon, en þeir neita að tjá sig um málið. Carl ætlar að reyna fá flöskuna endurgreidda og kaupa hana sjálfur úti í búð og færa ömmu sinni.

mbl.is/Colourbox
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka