Sveppameðlæti sælkerans

Litlir sveppabitar eru algjört lostæti. Hér fylltir með spínati, skinku …
Litlir sveppabitar eru algjört lostæti. Hér fylltir með spínati, skinku og pestó. mbl.is/Alt.dk_Tia Borgsmidt

Þeir sem elska að gera vel við sig í mat og drykk ættu að líta nánar á þessa smábita – fyllta sveppi með parmaskinku og pestó.

Sveppameðlæti sælkerans (20 stk.)

  • 20 sveppir
  • 2 msk. ólífuolía
  • 10 g parmaskinka
  • 2 msk. ólífuolía
  • 100 g ferskt spínat
  • 1 krukka af papiíkupestó eða öðru pestói
  • salt og pipar

Aðferð:

  1. Hreinsið sveppina og takið stilkinn úr þeim. Leggið á bökunarpappír á bökunarplötu og dreypið ólífuolíu yfir. Saltið og piprið.
  2. Leggið parmaskinkuna á bökunarpappírinn og penslið með ólífuolíu. Setjið plötuna með skinkunni og sveppunum inn í ofn við 200°C í 12 mínútur. Takið plötuna úr ofninum og leggið sveppina á disk.
  3. Sjóðið spínatið í potti með 1 dl af vatni, undir loki, þannig að það falli saman. Hellið vatninu af.
  4. Setjið smá spínat og pestó á alla sveppina og leggið stökka parmaskinku yfir hvern og einn svepp.
  5. Kryddið með salti og pipar og berið fram.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert