Kim Kardashian mætti með köku

Drottningin sjálf, Kim Kardashian, kann að gleðja vini sína.
Drottningin sjálf, Kim Kardashian, kann að gleðja vini sína. mbl.is/​AFP

Það er óhætt að segja að Kim Kardashian sé frábær vinkona sem kann að gleðja. En hún kom besta vini sínum heldur betur á óvart með afmælisköku í yfirstærð.

Matgæðingurinn Jonathan Cheban fagnaði 46 ára afmæli sínu nú á dögunum. Hann pantað köku hjá Divine Delicacies Cakes í Miami, en fyrirtækið er þekkt fyrir framúrskarandi listaverk þegar kemur að kökubakstri. Besta vinkona Jonathans til margra ára, Kim Kardashian, tók sig til og lét stækka kökuna töluvert án hans vitundar.

Það tók um 16 klukkutíma að baka kökuna og Kardashian reiddi fram 1,3 milljónir króna fyrir stækkuninni. Kakan var skreytt taco-skeljum, sushi, pylsum, ís, sætabrauði og samlokum svo eitthvað sé nefnt. Eins mátti sjá ökuskirteini afmælisbarnsins í yfirstærð – og allt var ætilegt.

Jonathan Cheban eða Foodgod eins og hann heitir í dag eftir að hafa fengið löglega breytt nafninu sínu — kom sjálfur til að sækja kökuna sem hann pantaði. Kakan reyndist þó hafa fengið vaxtarverki þökk sé Kardashian. Eigendur bakaríisins voru búnir að skreyta anddyrið hátt og lágt sem ýtti sannarlega undir partístemninguna á afmælisdaginn.



Jonathan Cheban eða Foodgod eins og hann heitir í dag …
Jonathan Cheban eða Foodgod eins og hann heitir í dag með kökunni sem Kardashian kom honum á óvart með. mbl.is/skjáskot
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert