Þetta vissir þú ekki um sveppi

Það er margt sem við vitum ekki um sveppi en …
Það er margt sem við vitum ekki um sveppi en sumir hverjir lýsa í myrkri. mbl.is/Colourbox

Litlu hvítu hattarnir sem bragðbæta allan mat eru dálæti margra þótt aðrir geti ekki lagt sér þá til munns. En sveppir luma á ýmsum skemmtilegum leyndarmálum og hreint út sagt sturluðum staðreyndum.

Sveppir eru frábær megrunarfæða

Með sveppum færðu mikið af þeim einingum sem líkaminn þarfnast án þess að innihalda of mikið af kaloríum. Í sveppum er mjög lítið af kolvetnum og þeir innihalda litla sem enga fitu – ekkert kólesteról en hátt prótíninnihald, trefjar, vítamín og steinefni.

Þú sparar saltið með sveppum

Sveppir sem búið er að matreiða innihalda mikið magn af umami, sem er kannski best hægt að lýsa sem góðu kjötbragði. Þess vegna þarftu ekki að nota mikið salt við matargerð með sveppum, þar sem þeir gefa frá sér mikið bragð, sem er mun betra en að missa saltstaukinn ofan í pottana.

Þú getur minnkað kjötát með sveppum

Prófaðu að skipta út hluta af kjöti með sveppum næst og þú munt fá rétt með minni fitu og prótínum. Svo ef þú vilt byrja að skera niður í kjötáti geturðu hægt og rólega skipt því út fyrir sveppi.

Sveppir eru hvorki plöntur né dýr

Þegar litlu hattarnir sem tilheyra svepparíkinu vaxa sundra þeir plöntuefninu og eru því hvorki planta né dýr.

Nokkrar sturlaðar staðreyndir um sveppi

  • Rauðu sveppahattarnir eins og við þekkjum úr Super Mario-tölvuspilinu eru til í alvörunni. Þeir kallast Amanita Muscaria og eru í raun eitraðir. Ekki banvænir en nóg til að valda kvillum.
  • Sveppir á Havaí geta gefið konum fullnægingu við það eitt að lykta af þeim. Ótal konur tóku þátt í rannsókn á þessu sem staðfesti málið en körlum sem tóku þátt í rannsókninni fannst sveppurinn bara lykta illa.
  • Ákveðin sveppategund gengur undir nafninu „chicken of the woods“ og finnst aðallega í Norður-Ameríku. Sveppurinn er skærappelsínugulur á litinn og bragðast eins og djúpsteiktur buffalo-kjúklingur.
  • Það eru til yfir 75 sveppaættir sem lýsa í myrkri.
mbl.is/Colourbox
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert