Klassískur Helgi að hætti læknisins

Ljósmynd/Ragnar Freyr Ingvarsson

Ragnar Freyr Ingvarsson, betur þekktur sem Læknirinn í eldhúsinu, bjó til þennan dásemdar brauðrétt sem er sá fyrsti í magnaðri þrennu sem við köllum Þríleik Helga Björns.

„Heitir réttir  eins og aspasbrauð  hafa verið vinsælir á mínu heimili frá því að ég man eftir mér. Ég held að í öllum fjölskylduveislum sem foreldrar mínir stóðu fyrir hafi aspasbrauð verið á boðstólum. Og þennan rétt tók ég svo sannarlega upp á mína arma. Heitir rétt eins og aspasbrauð eru dásamlega ljúffengir.

Og nú ætti auðvitað að vera alger uppskeruhátíð fyrir aspasbrauðselskendur þar sem fermingarveislur eru líklega stærsti vettvangur þar sem aspasbrauð ætti upp á pallborðið. En nú eru engar fermingarveislur. Þeim hefur verið frestað í bili þangað til um hægist í samfélaginu.

En svo birtist Helgi Björns  sem virðist kunna að taka púlsinn á þjóðinni. Ekki bara með söng heldur líka með því að lyfta upp þessum gómsæta rétti.“

Klassískur Helgi Björns  aspasbrauð

Fyrir sex

Fyrir botninn

  • 5 brauðsneiðar
  • 3 msk jómfrúarolía
  • salt, pipar og krydd að eigin vali (t.d. hvítlaukssalt eða sítrónupipar)
  • 4 egg
  • 1 peli af rjóma
  • 100 ml vökvi af niðursoðnum aspas
  • 1 dós af aspas
  • 6 skinskusneiðar
  • salt og pipar
  • handfylli af osti  t.d. rifnum gratínosti


Aðferðin er ofureinföld. Smyrjið eldfast mót með olíu og saltið og piprið. Kryddið að vild. Ég notaði sítrónupipar. Skerið skorpuna af brauðinu og raðið í mótið.

Hrærið saman egg, rjóma og aspasvökvann. Skerið skinkuna í bita og raðið ofan á brauðið ásamt aspasnum.

Hellið eggjablöndunni yfir og drekkið svo í osti. Bakið í 180 gráða heitum ofni í 30-45 mínútur þangað til osturinn er gullinbrúnn.

- - -

Fylgstu með Matarvefnum á Instagram og Facebook. Endalaus ævintýri, hugmyndir, skemmtilegir leikir og allt það heitasta heita ...

Svo megið þið endilega tagga okkur á Instagram þegar þið eruð að elda eitthvað spennandi @matur.a.mbl

Ljósmynd/Ragnar Freyr Ingvarsson
mbl.is

Stöndum saman

Við hjá Árvakri viljum vekja athygli á því sem vel er gert á þessum erfiðu tímum. Ef þú ert með góða sögu af fyrirtækjum og einstaklingum sem eru að gera gott, sendu okkur ábendingu á netfangið stondumsaman@mbl.is.

Stöndum saman

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert