Það sem flest svefnherbergi eiga sameiginlegt

Þetta svefnherbergi er að tikka í öll boxin samkvæmt Instagram …
Þetta svefnherbergi er að tikka í öll boxin samkvæmt Instagram - trégólf, gluggi og fallegt náttborð. mbl.is/Instagram_kvadrat1670

Með tilkomu samfélagsmiðla eru svefnherbergi ekki lengur hluti af einkalífi fólks heima við – ef marka má allar þær myndir sem við sjáum daglega þar inni.

Það eru yfir 11 milljón myndir taggaðar undir myllumerkinu „#bedroom“ á Instagram. Sem segir okkur að það eru ófáir hræddir við að bjóða ókunnugum inn í herbergið. En eldhús eru með flestu myllumerkin sem snúa að heimilinu.

Það sem vinsælustu svefnherbergismyndirnar á Instagram eiga sameiginlegt:

Hvít sængurver
Í 54,3% tilvika erum við að sjá hvít sængurver, sem kemur kannski ekki á óvart því hvít sængurver eru róandi og eru táknræn fyrir hreinlæti. Þó að hvít sængurver sé hálf litlaus, þá þarf ekki restin af svefnherberginu að vera það. Því með því að mála veggi og bæta við nokkrum plöntum þá ertu í góðum málum.

Gluggar
Þó að svefnherbergið sé ekki staðurinn sem þú vilt hafa mikla birtu inni, þá eru gluggar ofarlega á lista yfir vinsælustu myndir af svefnherbergjum á Instagram.

Rúm
Það þykir vinsælt að vera með „qeen size“ rúm en þegar taka skal mynd fyrir Instagram þá eru stærri rúm algjörlega málið – samt ekki of stór.

Skrautlegir púðar
Það þykir ekki sérlega praktískt að fylla rúmið af púðum sem þú þarft stanslaust að vera taka af fyrir háttatímann. En skrautlegir púðar taka sig vel út á mynd – og það nóg af þeim.

Trégólf
Ef þú ert að velta fyrir þér hvort þú eigir að hafa flísar, teppi eða trégólf í svefnherberginu, þá hefur Instagram talað sínu máli! Um 41,3% vinsælustu mynda á miðlinum eru með trégólfi.

Minimalískt
Mikilvægasta herbergið á heimilinu þegar kemur að því að slaka á er svefnherbergið og þar þykir alls ekki vinsælt að yfirfylla rýmið af allskyns dóti. Minimalískt herbergi þarf samt ekki að vera leiðingjarnt, því skrautlegt náttborð eða falleg rúmföt setja oft stemninguna í gang.

Kósí teppi
Þú þekkir eflaust trixið með að kasta teppi yfir rúmið fyrir góða mynd. Enda hér í sjöunda sæti.

Gólfteppi
Þegar Instagram notendur kjósa frekar trégólf umfram annað þá kemur ekki á óvart að gólfmotta eða gólfteppi komi þar á eftir, því það jafnast ekkert á við að stíga fram úr rúminu á eitthvað mjúkt.

Hvítir díteilar
Þegar þú ert með hvít sængurver og tengir það við aðra hvíta díteila í herberginu, t.d. stórt hvítt loftljós, þá mun það standa enn betur fram ef þú málar veggina í lit. 

Rúmgafl
Að velja gafl eða ekki er stóra spurningin? Og þá tékkum við bara á hvað Instagram segir okkur – og samkvæmt þeim heimildum þykir afar smart að hafa gafl. Enda margar útfærslur til af slíkum.

mbl.is/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert