Mexíkóski kjúklingarétturinn sem ærir bragðlaukana

Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir

Hér erum við að tala um sjúklega einfaldan og frábæran kjúklingarétt sem tekur ekki langan tíma að búa til. Hann er mexíkóskur og eins og við vitum þá er fátt sem þjóðin elskar heitar en mexíkóskur matur. Það er Berglind Hreiðars á Gotteri.is sem á heiðurinn af þessari snilld.

Kjúklingaréttur frá Mexíkó

Fyrir 4-6

  • 1 pakki kjúklingalundir (600-700 g)
  • 2 pakkar TORO Chicken Chili Bowl
  • 2 dósir hakkaðir tómatar (2 x 400 g)
  • 600-700 ml vatn
  • maísbaunir í dós (150 g)
  • olía til steikingar
  • kjúklingakrydd
  • kóríander, lime og nachosflögur

Aðferð:

  1. Skerið kjúklingalundirnar niður og steikið upp úr olíu, kryddið eftir smekk (þetta gætu líka verið kjúklingabringur eða úrbeinuð læri).
  2. Bætið báðum TORO-pökkunum í pottinn ásamt tómötum í dós og vatni (gott að byrja á 600 ml og sjá svo hvort þið viljið þynna meira).
  3. Setjið lokið á og leyfið að malla í 20-30 mínútur (smakkið grjónin til).
  4. Þegar grjónin eru soðin má bæta maísbaunum saman við í lokin og leyfa að malla í örfáar mínútur í viðbót.
  5. Berið fram með nachosflögum, kóríander og lime.
Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka