Anna Þórunn velur matseðil vikunnar

Anna Þórunn mun sýna í Epal á Hönnunarmars, sem opnar …
Anna Þórunn mun sýna í Epal á Hönnunarmars, sem opnar formlega á miðvikudaginn 19. maí nk. mbl.is/FB_Anna Þórunn

Það er engin önnur en Anna Þórunn sem á vikumatseðilinn – og vel við hæfi þessa vikuna þar sem Hönnunarmars er að hefjast, eða hin árlega uppskeruhátið íslenskra hönnuða. Anna Þórunn er ein af okkar þekktustu vöruhönnuðum landsins, þar sem hönnun hennar þekkist einnig víða út fyrir landssteinana og það ekki að ástæðulausu. Vörurnar eru einstaklega fallegar og vekja athygli hvar sem þær lenda.  

„Í byrjun vikunnar er undirbúningur HönnunarMars í hávegum, en á miðvikudaginn opnar sýningin sem ég tek þátt í „Íslensk hönnun í sinni litríkustu mynd“ í versluninni Epal í Skeifunni. Ég mun vera á staðnum alla daga sýningarinnar til lokunar laugardaginn 22 maí“, segir Anna Þórunn í samtali. „Ég hef tekið þátt í HönnunarMars frá byrjun en þessi tími er alltaf tengdur mikilli gleði og spenningi. Ég hef samt aldrei verið jafn spennt og nú, þar sem að ég veit ekki hvort DHL sending frá framleiðanda mínum nái fyrir HönnunarMars - en undanfarna mánuði hef ég verið að vinna að spegli ásamt nýrri glerskál“, segir Anna Þórunn.

Anna Þórunn mun einnig kynna í fyrsta sinn, nýjan kerstastjaka sem kom á markað fyrir rúmum tveimur mánðum síðan. Stjakinn kallast „Moment“, en Moment XL verður einnig frumsýndur á hátíðinni sem framundan er. „Í amstri dagsins verður matseðill vikunnar að innhalda hollan/léttan og frekar fljólegan mat til að elda sem ég valdi hér fyrir neðan. Annars hlakka ég til að sjá ykkur í Epal 19.-22. maí“, segir Anna Þórunn að lokum. 

Mánudagur
Okkur hjónum finnst gott að fá fisk á mánudögum sem er ekki eins vinsælt hjá ungviðinu því miður.

Þriðjudagur
Ljúffengt og fljótlegt salat á þriðjudeginum er eitthvað sem allir eru ánægðir með.

Miðvikudagur
Þar sem er opnun sýningarinnar er á miðvikudaginn ætlum við nokkrir hönnuðir að fagna saman og fara út að borða en strákarnir munu elda sér carbonara sem slær ávalt í gegn.

Fimmtudagur
Við elskum tígrisrækju og hlakka ég til að prófa þennan rétt.

Föstudagur
Á föstudagsmorgun legg ég kjúkling í bleyti svo hann verði búin að fá gott bragð þegar ég þræði hann á pinna ásamt grænmetinu jafnvel með hvítvínsglas við hönd. Það er jú föstudagur og ég á það skilið!

Laugardagur
Fjölskyldupartý eða öllu heldur Eurovisionpartý með fjölskyldunni á laugardaginn kallar á eitthvað djúsí og feitt.

Sunnudagur
Á sunnudaginn ætla ég að njóta HönnunarMars og spóka mig í bænum sem hefur mjög sjaldan gerst þar sem ég er ávallt upptekin með viðveru á mínu. Því verður  lambalæri skellt í ofn sem ég verð búin að hafa inn í ísskáp í nokkra daga en það mun sjá um sjálft sig á lágum hita í um sex klukkustundir - og verður því tilbúið þegar við komum heim.

Eftirréttur
Ég er ekki oft með desert en þennan langar mig að prófa, því sagógrjón minna mig á bersnskuárin ljúfu.

- - -

Fylgstu með Mat­ar­vefn­um á In­sta­gram. Enda­laus æv­in­týri, hug­mynd­ir, skemmti­leg­ir leik­ir og allt það heit­asta heita ...

Svo megið þið endi­lega tagga okk­ur á In­sta­gram þegar þið eruð að elda eitt­hvað spenn­andi @mat­ur.a.mbl

Fallegir nýjir stjakar frá Önnu Þórunni sem kallast Moment.
Fallegir nýjir stjakar frá Önnu Þórunni sem kallast Moment. mbl.is/FB_Anna Þórunn
Moment er fáanlegur í tveimur stærðum og þremur litum.
Moment er fáanlegur í tveimur stærðum og þremur litum. mbl.is/FB_Anna Þórunn
Bliss - blómavasi og skál, eru nýlegar vörur frá Önnu …
Bliss - blómavasi og skál, eru nýlegar vörur frá Önnu Þórunni og hafa notið þvílíkra vinsælda. mbl.is/FB_Anna Þórunn
Fjölnota glerskálar í mjúkum litum - fullkomnar undir snakk, ídýfu, …
Fjölnota glerskálar í mjúkum litum - fullkomnar undir snakk, ídýfu, skartgripi, blóm eða í raun hvað sem er. mbl.is/FB_Anna Þórunn
Þetta gullfallega borð er hönnun eftir Önnu Þórunni.
Þetta gullfallega borð er hönnun eftir Önnu Þórunni. mbl.is/FB_Anna Þórunn
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert