Kampavínsglasið er kvenmannsbrjóst

Við horfum allt öðrum augum á kampavínsglas eftir þetta.
Við horfum allt öðrum augum á kampavínsglas eftir þetta. Mbl.is/Navarland.com

Það er ótrúlega skemmtileg saga að segja frá því hvernig kampavínsglas varð til – en þar kemur hinn undurfagri kvenmannslíkami til sögunnar.

Kampavínsglös finnast oftast í tveimur gerðum sem kallast „flute og coupe“, og þá er vitnað til lögunnar þeirra. Stilkurinn er langur sem gerir okkur kleift að halda á glasinu án þess að hafa áhrif á hitastig drykkjarins með höndunum. En kampavín er þó einnig drukkið úr venjulegum vínglösum, sem gerir okkur kleift að meta bragðið betur, en þá minnka loftbólurnar í drykknum.

Þeir sem hafa pantað sér kampavínsdrykk á flottum bar, fá iðulega drykkinn sinn framreiddan í svokölluðum „coupe“ glösum, en á bak við formið á glasinu er áhugaverð saga. Glasið er eins og grunn, breiðlaga undirskál úr gleri – og sagan segir að lögun glassins sé gerð eftir fyrirmynd af vinstra brjósti frönsku drottningarinnar Marie Antoinette, eiginkonu Louis XVI Frakklakonungs. Glerið sjálft var þó hannað á Englandi rúmri öld áður, þá sérstaklega fyrir freyðivín og kampavín í kringum 1660. Coupe formið var í sérlegri tísku í Frakklandi frá tilkomu þess á 17. öld og fram til 1970, en fékk auknar vinsældir í Bandaríkjunum fyrst á þriðja áratugnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert