Sælkerabakarinn Axel – gæti ekki lifað án hnetusmjörs

Axel Þorsteinsson er eflaust einn flinkasti konditor landsins, og þó víðar væri leitað. Axel er búsettur í Kuwait þar sem hann meistarar sælkerakökur fram úr erminni eins og að drekka vatn. Hann er með áratuga reynslu innan fagsins og hefur starfað með farsælum og afkastamiklum teymum víðsvegar um heiminn. Þessi fjölhæfi sælkerasnillingur leggur mikla áherslu á smáatriðin sem sýnir sig svo sannarlega í krásunum sem hann reiðir fram. Við fengum Axel til að svara nokkrum vel völdum hraðaspurningum fyrir matarvefinn.

Kaffi eða te: Kaffi

Hvað borðaðir þú síðast? Overnight oats með banana, hnetusmjöri og kókosmjólk.

Hin fullkomna máltíð? Held að fjölskyldumáltíð eða góð máltíð með vinum sé alltaf best.

Hvað borðar þú alls ekki? Ekkert held ég.

Avókadó á ristað brauð eða pönnukökur með sírópi? Oh, erfið spurning. Bit of both!

Súpa eða salat? Súpa

Uppáhalds veitingastaðurinn? Mikið uppáhald núna er líbanskur grillmatur, en annars er þetta alltaf að breytast.

Besta kaffihúsið? Bouchon Bakery í New York.

Salt eða sætt? Salt og sætt

Fiskur eða kjöt? Kjöt, þó að þegar ég er heima á íslandi þá borða ég mest fisk.

Hvað setur þú á pítsuna þína? Pepperóni, piparost, beikon. Og ef það er ananas á pítsunni, þá borða ég hann - hann má alveg vera þarna.

Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur borðað? Margt skrítið á Íslandi, en líklega er það engisprettu tacos.

Matur sem þú gætir ekki lifað án? Hnetusmjör

Uppáhalds drykkur? Sódavatn er eitthvað sem mér finnst mjög gott að drekka. Annars er það góður gin og tonik.

Besta snarlið? Nachos

Hvað kanntu best að elda? Það er langur listi, en þessa dagana er ég mest að leika mér með Ramen.

Hvenær eldaðir þú síðast fyrir einhvern? Eldaði Ramen og kjúklingavængi fyrir nokkra vini.

Uppáhalds eldhúsáhaldið: Hitamælir - boring, I know. But gets you far.

Besta uppskriftarbókin: Ég á svo margar bækur sem ég gramsa í. Mest er ég að skoða Prisma eftir Frank Hasnoot.

Sakbitin sæla: Bragðarefur og Dynasty á Netflix. Meira ruslið, en einhvern vegin er maður dreginn inn í þetta. Ég byrjaði að horfa á þetta með mömmu.

Uppáhalds ávöxtur: Ferskur mangó.

Besti skyndibitinn: Hlölli

Ef þú fengir Vigdísi Finnbogadóttur í mat, hvað myndir þú elda? Myndi maður bara ekki hafa það soldið íslenskt - klassísk með nútíma brag til að koma henni á óvart líka.

mbl.is/Mynd aðsend
mbl.is/Mynd aðsend
mbl.is/Mynd aðsend
mbl.is/Mynd aðsend
mbl.is/Aðsend
mbl.is/Mynd aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert