Á HönnunarMars sem hefst í vikunni hefur FÓLK Reykjavík sölu á nýrri vörulínu sem hönnuð er af Ólínu Rögnudóttir hönnuði. Sala á línunni hefst í sýningarrými FÓLKs á Hafnartorgi, í Epal og í Kokku en um er að ræða fallega og margnota hluti úr steini sem framhald af vörulínunni Living Objects sem slegið hefur í gegn á síðustu árum. Það er því vel við hæfi að fá Ólínu til að svara nokkrum hraðaspurningum fyrir okkur þessa vikuna.
Kaffi eða te: Kaffi
Hvað borðaðir þú síðast? Hafragraut með fræjum og berjum.
Hin fullkomna máltíð? Fullkomin máltíð er frönsk lauksúpa með skessujurt.
Hvað borðar þú alls ekki? Hákarl
Avókadó á ristað brauð eða pönnukökur með sírópi? Avókadó á ristað brauð.
Súpa eða salat? Ég get ekki valið á milli, bæði uppáhalds.
Uppáhalds veitingastaðurinn? Matarboð hjá Ragnari Pétursyni vini mínum og kokki – ég er með matarást á honum.
Besta kaffihúsið? Kaktus á Vitastíg – lágstemmt og þægilegt umhverfi.
Salt eða sætt? Salt
Fiskur eða kjöt? Fiskur
Hvað setur þú á pítsuna þína? Hráskinku, klettasalat, tómata, döðlur og vel af parmesan.
Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur borðað? Hrossakássa
Matur sem þú gætir ekki lifað án? Grænmeti og ber.
Uppáhalds drykkur? Vatn
Besta snarlið? Tamari möndlur.
Hvað kanntu best að elda? Súpur og matarmikil salöt.
Hvenær eldaðir þú síðast fyrir einhvern? Ég elda á hverjum degi fyrir mig og með fjölskyldunni.
Uppáhalds eldhúsáhaldið: Matvinnsluvélin mín – nota hana mikið í hummus og súpugerð.
Besta uppskriftarbókin: Ég nota mest netsíður eða matarblogg þegar ég leita eftir uppskriftum – Feasting at home er síða sem er í miklu uppáhaldi.
Sakbitin sæla: Sviðasulta
Uppáhalds ávöxtur: Avókadó
Besti skyndibitinn: Djúpsteiktir bbq blómkálsbitar.
Ef þú fengir Vigdísi Finnbogadóttur í mat, hvað myndir þú elda? Ég myndi bjóða frú Vigdísi upp á smjörsteiktan þorsk með flauelsmjúkri kartöflumús og smjörsósu.