Heimagert salsa sem fullkomnar allt

Girnilegur tex mex platti að hætti matarmanna.
Girnilegur tex mex platti að hætti matarmanna. mbl.is/Instagram_Matarmenn

Þegar Matarmenn eru annarsvegar, þá verður enginn svikinn af réttum dagsins. Hér bjóða þeir upp á heimagert salsa sem fullkomnar tex mex plattann eða sem meðlæti á gott snittubrauð. 

Tex Mex platti að hætti Matarmanna

  • 1 pakki kirsuberjatómatar
  • 2 stk. chili
  • 1 stk. jalapeno
  • 6 stk. hvítlauksgeirar
  • 1 stk. laukur
  • 1 stk. paprika
  • Lime safi
  • Kóríander
  • Salt

Aðferð:

  1. Hitið ofninn á 240 gráður á blæstri – má líka brenna á pönnu
  2. Skerið grænmetið gróflega en ekki of smátt. Raðið jafnt á bökunarplötu og ristið þar til grænmetið byrjar aðeins að fá svartan lit. Takið grænmetið sem er nægilega ristað úr ofninum og haldið áfram þar til allt er komið með smá svartan lit. Setjið þá allt í blandara og maukið – smakkið til með salti, kóríander og lime.
  3. Berið fram með tortilla kökum og snakki.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert