Varð að endurskoða heilsuna rækilega

María Gomez
María Gomez

Matarbloggarinn og fagurkerinn María Gomez er búin að eiga annasamt sumar enda einn öflugasti matarbloggari landsins auk þess að starfa sem flugfreyja.

Mikið svefnleysi og annir urðu til þess að hún varð að endurskoða heilsuna frá grunni. Hún var komin með afar slæma liðverki.

„Það fyrsta sem ég tók eftir útlitslega var þurr húð og neglur og þá fann ég fyrir miklum verkjum þegar ég vaknaði á morgnana,“ segir María.

„Ég var svo heppin að eiga dunka af Feel Iceland kollageni upp í skáp sem ég hafði löngu áður fengið gefins til að prófa en aldrei komið mér í að nota það. Loks ákvað ég að nota það með þessum frábæra árangri en eftir um það bil mánaðarnotkun sá ég og fann strax mun á hárinu, nöglunum og liðverkjunum.“

„Ég er alltaf smá skeptísk á fæðubótarefni en eftir að hafa tekið Feel Iceland inn í heilt sumar get ég með sanni mælt með þessum vörum. Þær eru búnar að koma mér í gegnum afar annasamt sumar en ég hef náð að losna við afar slæma liðverki sem ég var farin að finna ansi mikið fyrir,“ segir María en hún notar kollagen í nánast hvað sem er; heita drykki, bakstur og súpur. Uppáhaldið segir hún þó að séu pönnukökur sem hún borði bæði í morgunmat og taki með sér í nesti en hér deilir hún uppskriftinni með okkur. 

Sannarlega snarhollar og saðsamar.

Ljósmynd/María Gomez

Hollar og saðsamar kollagenpönnsur

Gerir 4 pönnukökur

  • 1/2 dl fínt hveiti eða spelt
  • 1/2 dl heilhveiti eða gróft spelt
  • 1/2 tsk. vínsteinslyftiduft
  • 1/2 tsk. fínt borðsalt
  • 1/2 dl haframjöl (ekki tröllahafrar)
  • 2 mæliskeiðar kollagenduft frá Feel Iceland
  • 1-2 msk. sólblómafræ (ekki sleppa það gerir svooo gott)
  • 2 msk. rúsínur
  • 1/2 dl eggjahvítur
  • 1/2 dl haframjólk
  • 1 tsk. vanilludropar
  • 1-2 msk. ólífuolía

Aðferð

  1. Takið skál og skeið.
  2. Setjið öll þurrefnin saman í skál og hrærið saman með skeiðinni.
  3. Setjið næst eggjahvítur, haframjólk, vanilludropa og olíu saman við þurrefnin.
  4. Hrærið vel saman með skeið og látið standa rétt á meðan pannan er hituð upp á hæsta hita.
  5. Úðið pönnuna með matarolíuúða og lækkið hitann um helming.
  6. Setjið deigið í fjórum skömmtum á pönnuna og þegar loftbólur myndast ofan á er kominn tími til að snúa pönnukökunum við.
  7. Bakið þar til þær verða ljósbrúnar, þannig eru þær bestar. Smyrjið svo glóðvolgar með smjöri og osti.
  8. Mér finnst þær geggjaðar með kaffinu eða appelsínusafa.
Ljósmynd/María Gomez
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka