Kollagen-orkubitar sem bragðast dásamlega

Ljósmynd/Berglind Guðmundsdóttir

„Þessir orkubitar eru sannkölluð súperfæða sem bragðast dásamlega. Þeir innihalda meðal annars AMINO MARINE COLLAGEN sem er framleitt úr íslensku fiskroði, aðallega úr þorski, sem syndir villtur um Atlantshafið. Kollagen er eitt aðaluppbyggingarprótín líkamans og er að finna í öllum liðum, liðamótum, vöðvum, sinum og beinum. Einnig er kollagen mjög stór hluti af húð, hári og nöglum,“ segir Berglind Guðmundsdóttir á GRGS um þessa dýrindis orkubita sem innihalda kollagen.

Kollagen-orkubitar – súperfæða

  • 150 g möndlur
  • 2 msk. chiafræ
  • 2 msk. hampfræ
  • 2 msk. hörfræ
  • 3 msk. graskersfræ
  • 1 msk. kakó
  • 2 tsk. kanill
  • 2 skeiðar Amino Marine Collagen frá Feel Iceland
  • 330 g döðlur, mjúkar
  • 100 g dökkt súkkulaði

Aðferð:

  1. Látið möndlur í matvinnsluvél og malið fínt.
  2. Bætið hinum hráefnunum, að döðlum og súkkulaði undanskildu, í matvinnsluvélina og blandið vel saman. Bætið við 1 msk af heitu vatni ef gengur erfiðlega að blanda saman. Bætið svo döðlunum saman við og blandið saman.
  3. Látið blönduna í form með smjörpappír og þrýstið henni niður.
  4. Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði.
  5. Látið í kæli/frysti þar til súkkulaðið hefur storknað.
  6. Skerið í bita og geymið í loftþéttum umbúðum í ísskáp/frysti.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert