Þegar María gerði allt vitlaust með þessari pítsu

Það eru fáir jafn flinkir í því að endurskapa frægar uppskriftir og María Gomez á Paz.is. Hún leggur ótúlegan metnað í verkin og útkoman er alltaf nánast alveg eins og frumgerðin. Frægt er þegar hún endurskóp hina frægu Brauð & co snúða og setti internetið nánast á hliðina.

Ekki er síður eftirminnilegt þegar hún endurgerði hinar stórgóðu Flateyjar-pítsur og uppskriftavefur mbl.is var nánast rauðglóandi enda eiga Flateyjar-pítsurnar sér ansi marga aðdáendur.

Fyrir þá sem eru ekki með á hreinu hvað við erum að tala um þá er uppskriftin hér að neðan og við hvetjum ykkur svo sannarlega til að prófa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka