Vissir þú þetta um hrísgrjón?

Ljósmynd/Colourbox

Við berum hrísgrjón á borð og eigum það til að sjóða of mikið í einu sem endar oftar en ekki í ruslinu. En má frysta hrísgrjón? Stutta svarið er, já.

Hvernig er best að frysta hrísgrjón?
Í fyrsta lagi, þá eru það einungis soðin hrísgrjón sem þú ættir að frysta. Ósoðin hrísgrjón duga í allt að fimm ár og oftast má neyta þeirra eftir síðasta neysludag. Soðin hrísgrjón er best að setja í loftþétt ílát eftir að þau hafa alveg kólnað. Mælt er með að setja þau í kæli innan þriggja klukkustunda eftir að þau hafa verið soðin. Eins má frysta grjónin með t.d. afgangs pottrétti  en þá gildir sama regla varðandi að maturinn hafi kólnað og að setja þá rakleiðis í frysti.

Hvernig er best að þíða hrísgrjón?
Ef þú átt til hrísgrjón í frysti er gott að taka þau út um morguninn og láta inn í ísskáp yfir daginn. Fljótlega leiðin er að setja þau í örbylgjuofninn með örlitlu vatni.

Hver er líftími hrísgrjóna í frysti?
Soðin hrísgrjón duga allt að 2-3 mánuði í frysti. Því getur verið gott ráð að elda umframgrjón og setja í frysti sértu oft með hrísgrjón í matinn. Það tekur tíma að elda hrísgrjón og þá getur reynst þægilegt að eiga aukaskammt að grípa í.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert