Jólalegur bankabyggsgrautur um jólin

Jólalegur morgunverður á vel við um hátíðirnar.
Jólalegur morgunverður á vel við um hátíðirnar. Ljósmynd/Jana

Á jólunum er upplagt að byrja daginn á hollum og jólalegum morgunverði og njóta við huggulegheit og kertaljós. Hér er uppskrift að jólalegum bankabyggsgraut sem kemur úr smiðju Kristjönu Steingrímsdóttur, alla jafna kölluð Jana, sem steinliggur sem jólamorgunverður. Jana er iðin við að birta ljúffengar og heilsusamlegar uppskriftir á Instagram-síðu sinni hér.

Jólalegur bankabyggsgrautur

  • 1 bolli bankabygg
  • 2 bollar vatn
  • 1 stjörnuanís
  • 1 kanilstöng eða 1 tsk. kanilduft
  • 4 kardimommur
  • ½ epli skorið í litla bita
  • 2 msk. þurrkuð trönuber
  • 2 msk. rúsínur
  • 2 msk. kókosflögur
  • smá vanilla

Aðferð:

  1. Allt þetta er sett í pott og hrært vel í meðan suðan kemur upp. Slökkvið svo undir og setjið lok á pottinn og geymið yfir nótt svona.
  2. Þetta er æðislegur jólalegur grautur sem geymist svo inn í ísskáp í lokuðu boxi.
  3. Má borða hann heitan og kaldan.
  4. Gott að borða hann með vanillu AB-mjólk eða góðri grískri jógúrt.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert