Þetta er kjörorðið hjá Kaja Organic, litlu fyrirtæki með stórar hugsjónir Karenar Jónsdóttur, sem starfrækt er á Akranesi. Kaja byrjaði smátt eins og frumkvöðlar gjarnan gera, en hefur stækkað hratt og vel. Nýlega setti hún á markað matvörulínu, sem er fyrsta lífrænt vottaða vörulínan sem pökkuð er á Íslandi.
Matvörulínan Kaja er pökkuð í umhverfisvænni umbúðir en almennt gerist eða í gluggalausa bréfpoka. Í þeim tilvikum sem vörunum er pakkað í plast innan í bréfpokunum, er ástæðan sú að varan er mjög olíurík eða viðhalda þarf í henni raka. Muldu hampfræin eru meðal annars pökkuð í plast en þau smakkast líka dásamlega.
Plastpokarnir sem notaðir eru undir vöruna eru nýjir af nálinni og fást hjá Pmt. Þeir brotna niður í jörðinni á einu ári og til staðfestingar umhverfisvænum áhrifum þeirra hefur vottunarstofan TÚN, sem vottar vörurnar hennar Kaju, samþykkt pökkun í þessa plastpoka.
Pökkunarmeistarinn hjá Kaja Organic er þúsundþjalasmiðurinn Siggi skó, eins og hann er almennt kallaður á Skaganum, en þar fer pökkunin fram. Enn sem stendur er öll pökkun handverksvinna, en stefnt er að vélvæðinu síðar ef vel gengur. Miðaprent sér um prentun og uppsetningu límmiðana á pappírspokana, en það er hluti af markmiðum Kaja Organic að skapa störf hér á landi og bjóða vörur á sanngjörnu verði.
HÉR er hægt að finna Kaja Organic á Facebook og þeir sem vilja smakka vörurnar hennar ættu að bregða sér í Stóreldhúsið 2015 í Laugardalshöll í dag og á morgun 29. og 30. okt. Sýningin er opin frá 12-18 báða daga.